6. apríl 2005

Skemmtileg uppgötvun

Er þrotlaus bið mín eftir seinvirkum og önnum köfnum húðlækni var á að ætla hálfnuð rak ég augun í tímaritið Lifandi vísindi. Hin fínasta tilbreyting frá klósettpappír eins og Hello og OK.
Þar sá ég það að tölvuleikir framleiða þrisvar sinnum meira af ánægjuhórmóni (dópimín, eða eitthvað álíka) en kókaínvíma!
Með þessarri uppgötvun hef ég fundið hina fullkomnu vörn fyrir tölvunörda um heim allan!

Pirruð móðir: Jæja, sonur minn. Er þetta ekki komið nóg af Sé Ess í dag?!
Tölvunörd: Viltu frekar að ég sé á kókaíni?!


P.S. Simpsons pósturinn minn hér fyrir neðan átti að þjóna öðrum tilgangi en bara að skemmta lesendum þessa lítilláta bloggs míns, en vegna leiðinlegrar leturgerðar þá sjást ekki földu skilaboðin...
Þar voru stöku stafir feitletraðir og mynda þar með heildina: Simpsons rule.

Ég er með ARG á heilanum.

496620796F752063616E2072656164207468697320796F75206
E6565642061206C69666500

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?