20. apríl 2005

Trúleysi

Ég held ég sé smám saman að missa trúna á skyndibitastöðum.
Fyrra áfallið var þegar ég fór til Belgíu í fyrra og fékk mér MacDonalds. Málið með MacDonalds er það að hvert sem maður fer, þá getur maður alltaf reddað sér góðum kvöldmat á MacDonalds.
Ekki í Belgíu, greinilega!
Hitt áfallið var í dag er við piltarnir (og Loftur) fórum á Subway.
Subway er án efa minn uppáhaldsskyndibitastaður. Ferskur, mettandi og umfram allt bragðgóður matur þar á ferð.
Ekki í dag!
"Brakandi ferskt". Þannig er grænmetinu á Subway lýst, og ég er sammála því... niður að miðju kálílátinu. Eftir það er kálið, slepjulegt, klístrað, blautt og bragðvont og það nuddast að sjálfsögðu yfir í brauðið.

Ef þið farið á Subway og sjáið að það er lítið eftir af káli, skuluð þið bara fá ykkur pulsu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?