19. júní 2005

Batman Returns

Ójá! Hér er hún aftur eftir allt of langt hlé!

K V I M Y N D A G A G N R Ý N I N


Skellti mér með hópi góðra vina á Batman Begins í Álfabakka fyrr í kvöld.
Ég reyndi að gera mér ekki neinar vonir, þar sem ég hef áður orðið fyrir vonbrigðum á Batman mynd, sbr. Joel Schumacher fíaskóið. Ég fæ ennþá martraðir...
En þau mistök skósmiðsins hafa svo sannarlega verið leiðrétt!
Ég geng kannski ekki svo langt að segja að þessi mynd toppi Tim Burton myndirnar, en hún kemst ansi nálægt því!
Cristhopher Nolan hefur farið nýja leið með Batman. Hann hefur gert Batman mannlegri og Gotham borg tiltölulega eðlilega, ólíkt Tim Burton sem gerði borgina alveg jafnskrýtna og Batman sjálfan.
Nolan tekst þar vel upp og stendur leikhópurinn sig með prýði, enda skartar hann snillingum eins og Morgan Freeman, Michael Cane og Gary Oldman.
Það eina sem ég hef að segja er að mér finnst Katie Holmes hreinlega ekki passa inn í myndina. Hún er of stelpuleg til að vera Batman-gella. Það look virkar í Dawson's Creek en ekki í ofurhetjumynd.

Samt sem áður er þessi mynd vel 800-kallsins virði.
"Top-notch" hasarmynd!

P.S. Hlé eru ennþá sköpunarverk kvikmyndadjöfulsins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?