20. júní 2005

Bikarkvöld

Í kvöld var bæði merkilegasta bikarkvöld sem ég hef orðið vitni að og ómerkilegasta Bikarkvöld sem ég hef orðið vitni að.
Fyrst ber að nefna að Magic komst í 2. umferð bikarkeppni utandeildarinnar með 4-1 sigri á Stormi á Leiknisvelli.
Yðar einlægur átti ekkert markanna. Það kemur... bíðið bara...

Síðan þarf ég að minnast á Bikarkvöld Ríkissjónvarpsins sem var á dagskrá rétt eftir ellefu.
Í kvöld fóru 6 leikir fram í VISA-bikarkeppninni (sem svo ótrúlega vill til að er styrkt af VISA) og samtals skoruð hvorki meira né minna en 33 mörk!
En hvað gerir RÚV?
Þeir sýna leik Víðis og FH (sem fór 5-0 fyrir FH) og sýndu svo leik Víðis og FH ... FRÁ 1991!!!.
Síðan sýna þeir vítaspyrnukeppnina sem fór fram mill Þróttar og Hauka (Til hamingju, Haukar).
Þeir enduðu síðan á myndum frá leikjum gærdagsins!

Það er greinilegt að þeir hafa bara verið með myndavél úti í Garði til að horfa á FH og hafa síðan brunað út í Hafnarfjörð til að ná vítaspyrnukeppni Haukamanna!

Hafnarfjarðarklíkan búin að teygja sig inn í raðir Ríkissjónvarpsins?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?