12. febrúar 2006

Hefndin er sæt

"Skemmdarverk unnin á gröfum múslima í Danmörku
Um 25 grafreitir múslima voru eyðilagðir í kirkjugarði í Esbjerg í Danmörku um helgina. Var legsteinum velt um koll og sumir þeirra brotnir annað hvort aðfararnótt sunnudags eða snemma í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Esbjerg. Í kirkjugarðinum eru bæði grafir kristinna og múslima en einungis var hreyft við legsteinum á gröfum múslima.

Forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, segist harma skemmdarverkin og segist fordæma skemmdarverk sem tengjast trúarbrögðum og kynþáttum fólks. "Skemmdarverk unnin í kirkjugörðum eru lögbrot og stjórnvöld munu gera það sem nauðsynlegt er til að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð. Verða þeir sóttir til saka," að sögn forsætisráðherra Danmerkur."


En hvað þetta var nú aldeilis sniðugt hjá ykkur, Danir!
(Ég geri mér fullvel grein fyrir því að þetta voru hugsanlega múslimar til þess einungis að hafa fleiri afsakanir fyrir að, tjah - brenna danskan ost? En annars virkar þessi bloggfærsla ekki...)

Voðalega er ég pólitískur þessa dagana...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?