8. mars 2006

"The list!"

Eftirfarandi hlutir fara í taugarnar á mér:

Ívar Guðmundsson - útvarps-/sjónvarpsmaður:
Ef þú heldur að fólk vilji frekar hlusta á þig en að hlusta á Óskarsverðlaunin, þá ert þú bara bjáni. (Þetta á líka við um hitt fólkið í stúdíóinu)

José Mourinho - knattspyrnuþjálfari:
Síði, svarti frakkinn og sjálfstraustið var töff í fyrstu. Núna ertu bara asnalegur hrokagikkur vafinn í svart handklæði. (Og, já - hí á Chelsea)

Jordan Houston, Cedric Coleman og Paul Beauregard - "tónlistarfólk":
"It's Hard Out Here for a Pimp" er ekki betra en "In the Deep". Hip-hop er líka bara leiðinlegt. (Fyrir þá sem ekki þekkja nöfnin, þá unnu þessir aðilar Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd)

Fólk sem finnst Crash ekki eiga skilið Óskarinn - bjánar:
Ég endurtek bara: bjánar.

Slagorðið gegn styttingu framhaldsskóla:
"Mennt er máttur, kallinn er ekki sáttur!". Komm on... þið getið gert betur...

Að vinna verzló í MorfÍS:
Nei, djók.

Íslenskuprófið sem ég tók í dag:
27 bls. úr Bókastoðum gilda 23 stig á meðan 5 sinnum fleiri bls úr Snorra-Eddu gilda 17? Neee...

Cabbage úr Scrubs - sögupersóna:
Af hverju þurftiru að koma við hanskann?! AF HVERJU?! Nú verður hún veik... (Ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala - aumingja þið)


P.S. Mig langar að gera smá könnun. Ég ætla núna að biðja alla sem kíkja á þetta blogg að skilja eftir komment. Ekkert merkilegt, mig langar bara að vita hverjir eru eiginlega að skoða þetta dæmi...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?