30. mars 2006

Þrískipt stórfærsla

1. Skelfilegur atburður átti sér stað í gær. Er ég steig inn í Hallann í leit að e-s konar brauðmeti til að seðja hungur mitt bauð hún Magga mér góðan daginn, eins og hún á til með að gera. Það sem hún gerði næst var hins vegar nýtt fyrir mér. Hún benti á vegginn fyrir aftan mig og sagði mér að lesa, sem ég og gerði. (Hvað gerir maður ekki fyrir Möggu?) Þar var skeyti. Afar neikvætt og sorglegt skeyti. Þar var tilkynnt að leigusamningnum á verslunarhúsnæði Hallans hafði verið sagt upp og á að vera búið að hreinsa út úr versluninni fyrir 1. desember. Þetta eru náttúrulega afar sorglegar fréttir og nú verðum við öll að taka saman höndum og styðja Möggu, bæði í huga og verki!

2. Ég vil koma því á framfæri að ég er *mjög* ósammála Sæbirni Valdimarssyni, kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins. V for Vendetta er ekki tveggja stjörnu mynd. (Nema kannski á skalanum 0-1,5) Að líkja henni við The Matrix Revolutions er bara ljótt og andstyggilegt!
Remember, remember the fifth of November,
the gunpowder treason and plot.
I know no reason why the gunpowder treason
should ever be forgot.

Bara svalt

3. Hlé eru ennþá asnaleg sem og fólkið sem notar þau! (Ekki allir, að sjálfögðu, en annars væri þessi setning ekkert töff)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?