24. júlí 2006

Tíminn flýgur

Það er rétt rúm vika síðan sumarfríið byrjaði fyrir 2 mánuðum.
2 mánuðir af fríi (eða því sem næst) og ég hef ekki gert NEITT!
Ég er ekki að skammast út í aðra en sjálfan mig þar sem mér hafa boðist mörg tækifæri til að njóta sumarsins til hins ýtrasta. En tímasetningin á öllum slíkum aðgerðum hefur verið afskaplega óheppileg fyrir mig.

Þegar mig langar með einhverjum út á land eða í bíó þá kemst ég ekki.
Þegar ég kemst, þá langar mig/nenni ég ekki með.

Nú er sumarið að klárast og ég hef aðeins mánuð til stefnu. Er þá til betri leið við að byrja að njóta sumarsins en að fara í ómskoðun á kvið og nýrum? Ég held það, já.

Ég vil þá tilkynna eftirfarandi:
Ég ætla nú að gera mitt besta til að njóta sumarfrísins.
Takk fyrir.

E.S. Á meðan ég man - Edge of Reason.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?