27. júlí 2006

Undir pressu

Það er afskaplega erfitt að ætla sér að skrifa eitthvað sniðugt.
Ég settist núna niður fyrir u.þ.b. 20 mínútum og ætlaði svo sannarlega að gleðja lesendur þessa bloggs með nýrri og glæsilegri færslu. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki bara búinn að sitja við tölvuna og hugsa um eitthvað til að skrifa um.

Ég kíkti á tölvupóstinn minn á meðan. (Viagra, Cialis, bankalán, úr og bílar - en hvað ég á góða vini).
Ég kíkti á MJ í smástund, plöggaði Nýja lagið mitt og kastaði kveðju á Eduard Schwan.
Ég hlustaði á Paul Simon og þá sérstaklega lagið "Love" af disknum "You're the One".
Ég tékkaði á Bash.
Ég las önnur blogg í leit að hugmyndum.

Mér datt svo í hug að skrifa ljóð.
Neeei... það fattar þau enginn hvort sem er.

Mér datt í hug að segja frá bíóferðinni minni í gær á Pirates of the Caribbean 2 í Háskólabíói.
Neeei... tæplega helmingurinn af lesendum þessa bloggs vita mest allt um það hvort sem er (Klemmi + Ragný).

Þá datt mér í hug að blogga um það að blogga.
Mikið ofboðslega er ég sniðugur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?