4. mars 2007

Ágætis byrjun

Ég náði merkum áfanga í lífi mínu í gærkvöld þegar ég fór á mína fyrstu alvöru rokktónleika. Fram að þeim var það stærsta sem ég hafði farið á flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Vorblótinu, Bobby McFerrin í Háskólabíói og Sir Elton John í frystihúsi.
En nú hafa tónleikar Incubus í Laugardalshöll vinninginn!

Persónulega fannst mér þessir tónleikar frábærir, þ.e.a.s. strax og Incubus byrjaði að spila, því Mínus finnst mér einstaklega óheillandi hljómsveit og ekki var tónlistin sem var spiluð á milli hljómsveitanna betri. Þögnin hefði verið betri en það.

Þeir tóku lög af flestum geisladiskum sínum (slepptu Enjoy Incubus/Fungus Amongus, enda kannski of gamalt fyrir marga Incubus-aðdáendur) við mikinn fögnuð gesta, þá sérstaklega við þeirra frægustu lög (döh...), þ.e.a.s. Drive, Wish You Were Here, Megalomaniac, Anna Molly o.s.frv. Þeir tóku reyndar ekki Make Yourself - eitt af mínum uppáhalds Incubus lögum - en ég get fyrirgefið þeim það.
Ekki nóg með að tónlistin hafi verið góð og flutningurinn frábær, þá var sýningin allmögnuð líka, sérstaklega laaangi og súrrealískt svali millikaflinn í Sick Sad Little Word.
Æði.

Lang-, lang-, LANGbestu rokktónleikar sem ég hef séð! (döh...)

P.S. Brandon Boyd talaði meiri íslensku en allir meðlimir Mínus til samans.
Gaman að því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?