10. mars 2007

Stafrófsflipp

1:Alli sagði að ég væri fífl!
2:Ábyggilega...
1:Bíddu, ertu sammála honum?
2Drengur, ég er að segja að hann hafi ábyggilega sagt það
1:Ertu að kalla mig fífl?
2:Ég er ekki að segja það!
1:Fjandi ertu leiðinlegur!
2:Guð minn góður...
1:Haltu kjafti!
2:Iss, geturðu ekki komið með betra svar en þetta?
1:Í rauninni get ég það ekki...
2:Jú, þú hlýtur að geta betur!
1:Kannski hafði Alli rétt fyrir sér?
2:Láttu ekki svona, þú ert ekki fífl!
1:Má vera, en hvað ef ég er í alvörunni geðveikt fífl?
2:Nonni, þú ert ekki fífl!
1:Ojú - ég er orðinn hræddur um það
2:Ó, Guð minn góður...
1:Prentum bara á bolinn minn „Nonni er fífl“ svo allir viti það örugglega!
2:Reyndar á ég einn slíkan?
1:Seldi Alli þér hann?
2:Tæknilega séð, já.
1:Undarlegur gaur, hann Alli.
2:Útlenskur í þokkabót!
1:Vestur-Íslendingar eru ekki útlendingar...
2:Yngvi segir annað!
1:Ýngvi er líka fífl!
2:Þú meinar „Yngvi“, er það ekki?
1:Æ, hvaða máli skiptir það?
2:Öllu! Ertu fífl eða...?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?