6. júní 2007

Stríð og friður

Hér með lýkur minni mánaðalöngu eftirhermu af hroðalega lélegum bloggara og vona ég að þið hafið notið vel.

Margt hefur drifið á daga mína síðan ég tók mér ofangreint afrek fyrir hendur á má þar helst nefna:

1. Ég kláraði prófin, stóðst þau öll - sum aðeins tæplegar en önnur - og er því öruggur inn í 6.bekk!

2. Ég hóf í kjölfarið garðvinnu í Garðakirkjugarði á Garðaholti í Garðabæ (það er í svona aðstöðu sem óska þess að ég þekkti einhvern sem heitir Garðar...). Mín biðu þó óvæntar fréttir þar sem ég hafði undirbúið mig undir að hefja störf með 5 stelpum en mætti þess í stað á vinnustað þar sem strákar eru í meirihluta. Ánægjuleg uppgötvun? Við látum svarið bíða betri tíma...

3. Ég held áfram að æfa með meistaraflokki Álftaness sem situr nú eins og stendur í 4. sæti síns riðils í þriðju deildinni með 2 stig eftir 3 leiki. í ljósi þessa gengis finnst mér nauðsynlegt að taka það fram að ég hef ekki spilað í þessum leikjum.

4. Ég sá Sigga Hall ganga syngjandi í átt að bílnum sínum niðri í miðbæ.

5. Ég er skráður á sumarnámskeið í hljómfræði I í Listaháskóla Íslands og fer létt með... ennþá...

6. Ég fór á Álftnesinga-"Reunion" síðustu helgi til að fagna því að við vorum öll í Álftanesskóla á einhverjum tímapunkti. Það er gaman að fagna hlutum. Í góðra vina hóp. Í ágætu veðri. Í partýi þar sem boðið er upp á bollu.

7. Ég keyrði minn fyrsta Laugavegsrúnt á föstudaginn var. Ég varð þreyttur í vinstri fætinum.

8. Ég var kallaður "köttaður" mér til mikillar ánægju. Ánægjan dvínaði örlítið er ég uppgötvaði að hrósið kom frá hálfberum karlmanni.

9. Ég skrifaði langa bloggfærslu.

10. Ég fór að sofa eftir að hafa skrifað langa bloggfærslu.

...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?