2. mars 2010

Úr öskustónni

Þar sem ég sit einn inni í herberginu mínu og hlýði á ljúfa tóna Peter Gabriel í nýju headphonunum mínum er voða erfitt að komast hjá því að láta hugann reika.

Af einhverjum ástæðum ráfaði hann hingað.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á undanförnum vikum sem mér verður hugsað til þessa gamalreynda, góða bloggs. Margar sögurnar hafa ratað hingað í gegnum árin, sem og fjöldinn allur af hálfleirkenndum vísum. Ófáar umræðurnar hafa sprottið fram í ummælahlutanum sem hafa að vísu verið afar mismálefnalegar.

Sumir vilja halda því fram að bloggið sé dautt og hefði einhver spurt mig að þeirri spurningu fyrir örfáum mánuðum þá hefði ég tekið undir það af fullum krafti.
En ég held að það sé kominn tími á endurkomu.

Nú er "bloggbólan" sprungin, þ.a. Moggabloggararnir hafa skriðið aftur ofan í þá myrku holu illskiljanlegra hugleiðinga, lélegra orðabrandara og almenns asnaskaps og kjánaláta sem þeir komu úr fyrir 3 árum eða svo.
Er þá til betri tími en nú fyrir þennan glæsta fönix að rísa úr öskunni og taka á loft upp í stórfenglegt himinhvolfið?
Er ekki kominn tími til að ýta við rithöfundinum innra með mér og segja honum að hans bíði hreint blað?
Er ekki mál að endurreisa mannorð heiðvirðra bloggara?

Það held ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?