3. ágúst 2010

Þjóðhátíð 2010

Er ljósin frá flugeldunum lýstu upp andlit þeirra 17.000 gesta sem samankomnir voru í reykfylltum Herjólfsdalnum
- Þá var lífið mikilfenglegt.

Er þessir sömu gestir sameinuðust í söng og þökkuðu Dikta fyrir heiminn
- Þá var lífið stórkostlegt.

Er Árni Johnsen dissaði Anton í klessu
- Þá var líf mitt því miður annars staðar í dalnum.

Er Ragga Gísla sagði öllum frá því hvernig Sísí fríkaði út, þrátt fyrir að allir áheyrendur vissu hvernig
- Þá var lífið frábært.

Er ég stóð í bestu rennibraut landsins og púllaði Supermanninn við mikinn fögnuð sundlaugargesta
- Þá var lífið 'awesome'.

Er 17.000 manns hrópuðu af öllum lífs og sálarkröftum: "GILZ KELLING!"
- Þá var lífið ógeðslega fyndið.

Er við sátum á þilfari Herjólfs og sigldum innan um eyjarnar á leið til Heimaeyjar og ræddum hver þeirra væri best til að standa af sér uppvakningaárás
- þá var lífið furðulega spennandi.

Er eldtungur brennunnar teygðu sig upp í himininn og hituðu upp dalinn
- Þá var lífið gullfallegt.

Er ég kláraði lundabitann sem einhver eyjapeyji gaf mér
- Þá var lífið of fátækt af lundakjöti.

Er Viktor reyndi að koma mér saman við 45 ára gömlu útúrdrukknu konuna sem greip í mig til þess eins að standa í lappirnar
- Þá var lífið vandræðalegt.

Er ég var laus við þessa sömu konu
- Þá var lífið laust við Viktor í dágóðan tíma.

Er blysin kviknuðu í brekkunni og sveipuðu þjóðhátíðargesti fagurrauðum dýrðarljóma
- þá var lífið notalegt.

Er ekkert fékk okkur stöðvað undir stjörnusalnum, inni í Herjólfsdalnum
- Þá var lífið yndislegt.

Er ég sat með vinum mínum í sól og áhyggjuleysi og við spjölluðum saman og hlógum
- Þá var lífið fullkomið.

Takk fyrir mig.

3 ummæli:

  1. Á meðan skógarelgar gera fólki lífið leitt út í heimi, þá er gott að búa á Íslandi eða við strendur þess.

    SvaraEyða
  2. uuu! Lífið laust við Viktor??? Segja að eg hafi dáið áfengisdauða?? Ekki er þetta fallega sagt:(

    SvaraEyða
  3. Ég skildi það þannig að hann hafi stungið þig af og forðast þig og þínar vandræðalegu leiðir eins lengi og hann gat...

    Samt þú veist líklegast betur en ég hvort þú hafir dáið eða ekki...

    Að fá SMS frá Klemma um það hvað væri að gerast í eyjum...

    Þá var lífið öfundsjúkt?

    SvaraEyða

Hvað liggur þér á hjarta?