30. júní 2010

Hneykslunarblogg

Eftirtaldir hlutir eru afskaplega ofarlega í asnalegheitalistanum mínum þessa dagana:

Nr. 1 - Fólk sem finnst í alvörunni að RÚV ætti að endurgreiða þeim afnotagjöldin fyrir þann mánuð sem HM í fótbolta er

Ok, fyrst vil ég taka fram að ég virði það alveg að sumu fólki finnst fótbolti ekki skemmtilegur. Og ég fatta af hverju þeim leiðist að sjá ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolta.
EN - ég veit t.d. um FULLT af dagskrárliðum á RÚV sem ég hef engan áhuga á og nenni ekki að horfa á, s.s. Berlínaraspirnar, Kínverskar krásir, Rithöfundur með myndavél og Taggart. Þetta eru bara nokkrir af ótal hlutum sem mig langar ekki að horfa á. Á ég þá bara að krefjast endurgreiðslu?
Nei - og veistu af hverju?
Af því ég veit að það er fullt af fólki sem horfir á þetta og hefur gaman af. HM í fótbolta er ekkert öðruvísi - stærsta mót heims í vinsælustu íþrótt heims? Mér finnst bara nokkuð eðlilegt að sýna það.

Nr. 2 - Fólk sem setur tímarit, bækur og kort ekki á sinn stað í verslunum Eymundsson

Ef þú heldur á Elle blaði og sérð bunka af öðrum, alveg eins Elle blöðum í hillunni - af hverju ættirðu að vilja skila Elle blaðinu þínu í Ude og Hjemme bunkann? Það er bara ekki töff.
Og ef einhver ykkar lesenda (lesanda?) ætlar að púlla „Við erum bara að skapa verkefni fyrir starfsfólkið“-kjaftæðið, þá skal ég taka upp stein úr malarhaug og skila grjótinu í andlitið á viðkomandi - því það skapar atvinnu fyrir lýtalækna. (Ég mun ekki gera það í alvörunni - ég er ekki klikkaður. Ég mun aftur á móti endurtaka þessi rök mín til að hljóma geðveikt töff.)

Nr. 3 - Að vera heitt
Og... ö... já.
Þetta útskýrir sig soldið sjálft.

Nr. 4 - Rauða hellan fyrir utan Eymundsson í Mjódd sem er klárlega ekki á réttum stað
Þetta er sem sé ein rauð hella á göngugötunni í Mjódd, sem fellur ekki inn í munstrið sem búið er að mynda. Eini kosturinn við þessa blessuðu hellu er að ég nota hana gjarnan til að skilgreina skipulagsáráttu mína: Fólk með skipulagsáráttu tekur eftir henni - fólk sem skipulagsþráhyggju miss svefn vegna hennar og enda á því að brjótast inn í Mjóddina um miðja nótt með járnkall og kúbein og færa hana á réttan stað.
Sem ég er klárlega ekki að fara að gera.

Nr. 5 - Að finna ekkert atriði númer 5 í fljótu bragði
Sem þýðir að ég þarf að slútta þessu.

Þessi færsla var aðallega hugsuð sem kontrast við síðustu 2 tilfinningaríku og persónulegu færslur. Ég held það hafi bara gengið upp ágætlega.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?