13. september 2010

Tímamót

Þar sem ég sat á gervigrasinu á sparkvellinum við Garðaskóla, varð mér litið upp í himininn og sá þar stjörnubjart myrkrið. Það sem flaug strax í gegnum huga minn var aðeins eitt:
Það er að koma vetur - og ég hlakka bara til.

Ég hlakka til að þurfa að dúða mig aðeins upp áður en ég fer út.
Ég hlakka til að finna fyrir fyrstu snjókornunum á andlitinu.
Ég hlakka til að koma heim á kvöldin og staldra örlítið við og stara á stjörnurnar áður en ég stíg inn.
Ég hlakka til að þurfa að klöngrast yfir snjóskafla til að komast út í bíl.
Ég hlakka til að semja tónlist í skammdeginu.
Ég hlakka til að eyða köldum vetrarkvöldum - hvort sem það er innandyra eða utan - með vinum mínum.
Ég hlakka til að þroskast, eldast og upplifa.
Ég hlakka til að halda áfram.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?