16. febrúar 2011

Óskarsvangaveltur

Já, þessi tími ársins er kominn aftur sem þýðir bara eitt: Ég er búinn að horfa á sjittlód af bíómyndum undanfarna daga. Ég hef lagt það í vana minn undanfarin ár að sjá a.m.k. allar myndirnar sem tilnefndar eru sem besta mynd áður en verðlaunin eru tilkynnt; Verkefni sem var ekki auðveldað þegar þeir fjölguðu tilnefndu myndunum upp í 10. En þá kemur sér vel að þetta er verkefni sem mér leiðist alls ekki að sinna.
En ég er sumsé búinn að horfa á hinar 10 tilnefndu myndir sem og nokkrar til viðbótar sem tilnefndar eru í öðrum flokkum og hef að mestu leyti gert upp hug minn hvað varðar sigurvegara.
Listinn lítur þá svona út:
(Athugasemd 1: Ég mun ekki ræða neitt ítarlega um *ALLA* flokkana. Ég meina - hver myndi nenna að lesa það?
Athugasemd 2: Myndir sem ég hef ekki séð eru skáletraðar.
Athugasemd 3: Stóru, "merkilegu" flokkarnir eru neðst í listanum.
Athugasemd 4: Djók - það er engin athugasemd 4.
Athugasemd 5: Sigurvegarar í hverjum flokki eru feitletraðir.
Athugasemd 6: Haha - aftur! Rúst!
Athugasemd 7: Þessi listi táknar frekar það sem ég *vil* að vinni frekar en það sem ég *held* að muni vinna)

Best Short Film, Live Action
The Confession
The Crush
God of Love
Na Wewe
Wish 143


Þetta skot er algjörlega út í bláinn, þar sem ég hef hvorki séð né heyrt um þessar myndir.

Best Short Film, Animated
Day & Night
The Gruffalo
Let's Pollute
The Lost Thing
Madagascar, a Journey Diary


Þetta er nokkuð mikið gisk, þó ögn minna en hér fyrir ofan, en Day & Night er eina myndin af þessum sem ég hef séð. Burtséð frá því, þá skemmti ég mér mjög vel yfir henni - enda um Pixar verkefni að ræða.

Best Documentary, Short Subjects
Killing in the Name
Poster Girl
Strangers No More
Sun Come Up
The Warriors of Qiugang


Aftur hef ég ekki séð neina þessara mynda, en ég ætla að skjóta á Poster Girld - bara því þetta er amerísk hátíð og myndin fjallar um klappstýru sem fer í herinn. Bandaríkjamenn elska svoleiðis.

Best Documentary, Features
Exit Through the Gift Shop
GasLand
Inside Job
Restrepo
Waste Land


Ágiskun - og ekki einu sinni menntuð.

Best Achievement in Visual Effects
Alice in Wonderland
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1
Hereafter

Inception
Iron Man 2

Af hverju? Því Inception er effin' drullutöff.

Best Achievement in Sound Mixing
Inception
The King's Speech
Salt
The Social Network
True Grit

Aftur - Inception er ýkt mergjuð.

Best Achievement in Sound Editing
Inception
Toy Story 3
TRON: Legacy
True Grit
Unstoppable

TRON fannst mér hreinlega bjóða upp á meira af svölum hljóðum en Inception til að fokka í. Auk þess var hljóðið þegar tölvugaurarnir sundruðust í pixla eftirminnilega töff. A.m.k fannst mér það. Já - ég er nörd - og finnst það bara töff.

Best Achievement in Costume Design
Alice in Wonderland : Colleen Atwood
I Am Love : Antonella Cannarozzi

The King's Speech : Jenny Beavan
The Tempest : Sandy Powell
True Grit : Mary Zophres

Breskar períodumyndir virðast alltaf vinna þetta. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna (og nei, Helga Jó, ég sá ekkert athugavert við búningana - enda kannski ekki undir smásjánni hjá mér þegar ég horfði á myndina).

Best Achievement in Makeup
Barney's Version : Adrien Morot
The Way Back : Edouard F. Henriques, Greg Funk, Yolanda Toussieng

The Wolfman : Rick Baker, Dave Elsey

Förðunin var það eina - og þá meina ég ÞAÐ EINA - sem var töff við The Wolfman. Framleiðendanna vegna, vona ég að hún vinni þó þetta.

Best Achievement in Art Direction
Alice in Wonderland : Robert Stromberg, Karen O'Hara
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 : Stuart Craig, Stephenie McMillan

Inception : Guy Hendrix Dyas, Larry Dias, Douglas A. Mowat
The King's Speech : Eve Stewart, Judy Farr
True Grit : Jess Gonchor, Nancy Haigh

Er soldið reikull á milli Inception og Lísu í Undralandi - en ætla að skjóta á Inception. Ég meina - þeir voru í draumi inni í draumi inni í draumi inni í draumi...

Best Achievement in Editing
127 Hours : Jon Harris
Black Swan : Andrew Weisblum
The Fighter : Pamela Martin
The King's Speech : Tariq Anwar
The Social Network : Kirk Baxter, Angus Wall

Ég hef ekki hugmynd um þetta, í raun og veru, en ég ætla að halda með 127 Hours. Nógu mikið af fríkí flashbacksplitscreensjitti til að leika sér með.

Best Achievement in Music Written for Motion Pictures, Original Song

127 Hours : A.R. Rahman, Rollo Armstrong, Dido ("If I Rise")
Country Strong : Tom Douglas, Hillary Lindsey, Troy Verges ("Coming Home")
Tangled : Alan Menken, Glenn Slater ("I See the Light")

Toy Story 3 : Randy Newman ("We Belong Together")

Það er kominn tími á að Alan Menken vinni aftur. Ég hef ekki heyrt lagið, en ég þykist vita að það sé gott. Þetta er nú einu sinni Alan Menken.

Best Achievement in Music Written for Motion Pictures, Original Score
Nominees:
127 Hours (2010): A.R. Rahman
How to Train Your Dragon : John Powell
Inception : Hans Zimmer
The King's Speech : Alexandre Desplat
The Social Network : Trent Reznor, Atticus Ross

Bara ekki láta A. R. Rahman eða Trent Reznor vinna - músíkin er bara ekki nógu töff fyrir minn smekk. Eins finnst mér King's Speech ekki vera óskarsefni, þar sem eina atriðið þar sem músíkin gerði sig breiða og gaf mér eitthvað í áttina við gæsahúð var ekki eftir Alexandre Desplat, heldur annað öllu stærra og dauðara tónskáld. Ég var alveg handviss um Zimmer sigur þar til í gær þegar ég horfði á How to Train Your Dragon, sem mér fannst líka alveg gullfallegt og flott score - eeeen Zimmer hefur ekki unnið síðan 1995, þ.a. hann á það soldið inni. Ekki skemmir fyrir flotta Edith Piaf pælingin á bakvið músíkina.

Best Foreign Language Film of the Year
Biutiful : Alejandro González Iñárritu (Mexico)
Dogtooth : Giorgos Lanthimos (Greece)
In a Better World : Susanne Bier (Denmark)
Incendies : Denis Villeneuve (Canada)
Outside the Law : Rachid Bouchareb (Algeria)


Danir eru nú einu sinni frændur okkar...

Best Achievement in Cinematography
Black Swan : Matthew Libatique
Inception : Wally Pfister
The King's Speech : Danny Cohen
The Social Network : Jeff Cronenweth
True Grit : Roger Deakins

Eins og það var aðdáunarvert að ná að fela myndavélarnar í öllum speglasenunum í Black Swan og eins og t.d. snúningsgangasenan í Inception var ógó geggjuð, þá var True Grit ofboðslega falleg. Líka það að þetta væri þá 10. tilnefning Rogers Deakins án þess að vinna... sem er bara leim.

Best Writing, Screenplay Written Directly for the Screen
Another Year : Mike Leigh
The Fighter : Scott Silver, Paul Tamasy, Eric Johnson, Keith Dorrington
Inception : Christopher Nolan
The Kids Are All Right : Lisa Cholodenko, Stuart Blumberg
The King's Speech : David Seidler

„Knighthood?“ segir allt sem segja þarf.

Best Writing, Screenplay Based on Material Previously Produced or Published
127 Hours : Danny Boyle, Simon Beaufoy
The Social Network : Aaron Sorkin
Toy Story 3 : Michael Arndt, John Lasseter, Andrew Stanton, Lee Unkrich
True Grit : Joel Coen, Ethan Coen
Winter's Bone : Debra Granik, Anne Rosellini

Hverjir skrifa betri samtöl en Coen bræður? (Kannski fyrir utan Tarantino...)


Best Animated Feature Film of the Year
How to Train Your Dragon : Dean DeBlois, Chris Sanders
The Illusionist : Sylvain Chomet
Toy Story 3 : Lee Unkrich

Toy Story 3 vinnur þetta - klárlega. Samt, ef þetta væru ekki trilogíulok á mjög merkilegri seríu, þá myndi ég hugsanlega velja How to Train Your Dragon...

Best Achievement in Directing
Darren Aronofsky for Black Swan
Ethan Coen, Joel Coen for True Grit
David Fincher for The Social Network
Tom Hooper for The King's Speech
David O. Russell for The Fighter

Mig grunar að David Fincher muni taka þetta - en mig langar að halda með Aronofsky í þetta sinn. Black Swan var bara það mögnuð.

Best Performance by an Actress in a Supporting Role
Amy Adams for The Fighter
Helena Bonham Carter for The King's Speech
Melissa Leo for The Fighter
Hailee Steinfeld for True Grit
Jacki Weaver for Animal Kingdom

Ég gæti vel trúað því að Helena Bonham Carter vinni fyrir King's Speech og hún var mjög góð - hún má eiga það - en aftur á móti fannst mér hennar hlutverk ekki eins krefjandi og hlutverk Melissu Leo í Fighter, sem mér fannst ótrúlega töff.

Best Performance by an Actor in a Supporting Role
Christian Bale for The Fighter
John Hawkes for Winter's Bone
Jeremy Renner for The Town
Mark Ruffalo for The Kids Are All Right
Geoffrey Rush for The King's Speech

Hann er svona 50 kílóa krakkháður egóisti, nagaður af svekkelsi - ef það er ekki óskarshlutverk, þá veit ég ekki hvað. En ef ég þyrfti að velja varamann, þá er það klárlega Geoffrey Rush.

Best Performance by an Actress in a Leading Role
Annette Bening for The Kids Are All Right
Nicole Kidman for Rabbit Hole
Jennifer Lawrence for Winter's Bone
Natalie Portman for Black Swan
Michelle Williams for Blue Valentine

Ef þú hefur séð Black Swan, þá skilurðu hvað ég meina.
Ef þú hefur ekki séð Black Swan, þá skaltu fara og sjá hana svo þú skiljir hvað ég meina.

Best Performance by an Actor in a Leading Role
Javier Bardem for Biutiful
Jeff Bridges for True Grit
Jesse Eisenberg for The Social Network
Colin Firth for The King's Speech
James Franco for 127 Hours

100% viss. Og hananú!

Best Motion Picture of the Year
127 Hours
Black Swan
The Fighter
Inception
The Kids Are All Right
The King's Speech
The Social Network
Toy Story 3
True Grit
Winter's Bone

Mjög erfitt val - og þá meina ég MJÖG erfitt - en ef ég miða við bíóupplifunina, þá hafði Black Swan mestu áhrifin á mig. Þetta gekk bara allt upp, einhvern veginn, og skildi mig eftir í nettu sjokki (á góðan hátt, samt).
Samt grunar mig að King's Speech taki þetta... og ég yrði bara ekkert sár ef það gerðist.

Jahá!
Þetta voru soldið fleiri flokkar en ég hélt...
...eeen endilega látið í ykkur heyra!

Löngu kominn tími á góðan kommentafjölda hérna...

1 ummæli:

  1. Alveg sammála með flest í stóru flokkunum, er líka búinn að sjá allar tilnefningar til bestu myndarinnar(náði reyndar ekki að klára Winter's Bone,fannst hún frekar leiðinleg) Hinsvegar held ég að Hailee Steinfeld gæti unnið bestu leikkonu í aukahlutverki, fannst hún frábær í True Grit

    SvaraEyða

Hvað liggur þér á hjarta?