30. nóvember 2004

Óskalisti

Í tilefni þess að jólin eru eftir aðeins tæpan mánuð ætla ég að skrifa upp óskalistann minn þessi jól. Endilega nýtið ykkur hann þegar þið kaupið jólagjafir handa mér.
So...

1. Fable (Hlutverkatölvuleikur fyrir Xbox. Veit voða lítið um hann, en hann á að vera í anda Zelda. Enough said.)
2. Halo 2 Soundtrack (Marty O'donnell er snillingur. Aðeins fáanlegur utanlands.)
3. Amélie Soundtrack (Tónlistin úr Amélie. Tók eftir því um daginn hve skemmtileg hún er.)
4. Dual 2.5 gHz G5 Power Mac (Maður má láta sig dreyma.)
5. 30" Apple Cinema HD flatskjár (Til móts við tölvuna.)
6. Hitchhiker bækurnar (Einhverjar bókanna úr Hitchhiker's Guide to the Galaxy seríunni. EKKI stóru bókina.)
7. Gallabuxur (Með mjúku L-i.)
8. A Perfect Circle bolur (Afar töff. Aðeins fáanlegur utanlands.)
9. Tool bolir (Einnig afar töff. Aðeins fáanlegir utanlands.)
10. Heimsyfirráð (Ef einhver er MJÖG gjafmildur.)
11. Dumb & Dumber (Á DVD. EKKI VHS! Hver kaupir svoleiðis óbjóð nú til dags...?)
12. Tool: Ænima (Síðasti Tool diskurinn í safnið.)
13. A Perfect Circle: Mer De Noms (Langar í löglegt eintak.)
14. A Perfect Circle: Thirteenth Step (Sama ástæða og fyrir ofan.)
15. Xbox Live (Internet-leikjaþjónusta fyrir Xbox.)
16. X-Files (DVD seríurnar. Mulder og Scully klikka ekki.)
17. Dúnsæng (Ahhh....)
18. 42" Widescreen Plasma sjónvarp (Loftur...?)
19. Armbandsúr (Slétt sama hvernig, bara á meðan það sé yfir 5000 kr. markinu.)
20. Allar DVD myndir og Xbox leiki sem ykkur dettur í hug. (Ég skipti því þá bara.)

Jæja...þetta er þó ekki nærri því allt sem mig langar í... maður getur víst ekki keypt hæfileika...

Lágmark að ég fá 15 af ofantöldum hlutum!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?