26. desember 2004

Allt bú'!

Það er aðfangadagur.
Klukkan er tíu mínútur í sex.
Og ég gleymdi að pakka inn gjöfinni fyrir litla bróður minn.
Úps!

En að öllu gamni slepptu, þá voru þetta hin fínustu jól.
Gjafirnar voru þónokkrar, þó hefði ég ekki grátið nokkra í viðbót.
En lesendur þessa bloggs voru greinilega ekki að standa sig í stykkinu!
Af fyrrnefndum lista mínum fékk ég aðeins 4 hluti af 20!
Svo ég taki svona nett "ríkapp" (re-cap fyrir þá sem ekki skilja íslenskað slangur) þá er þetta það sem ég fékk:
1. Diesel armbandsúr (M+P) (Á listanum, fínt mál það!)
2. Líkamsræktardót (M+P) (Andstyggilegt hint?)
3. Englar & djöflar (M+P) (Nýja Dan Brown bókin, grúví)
4. Eternal Sunshine of the Spotless Mind (Balli bróðir) (Mögnuð mynd!)
5. Life, the Universe and Everything (Svalldóra) (Á listanum, fínt mál það!)
6. Amélie soundtrack (Svalldóra) (Á listanum, fínt mál það!)
7. Gallabuxur (Amma & afi) (Á listanum, fínt mál það!)
8. Íslenskur stjörnuatlas (Afi & Dóra) (Stjörnur = töff)
9. Peysa (Afi & Dóra) (Verulega fansí)
10. Vökvafyllt beljumúsamotta (Fjölsk. Miðskógum) (Skondin og töff!)
11. Naked Gun DVD pakkinn (Dísa frænka) (Leslie Nielsen flottur, Dísa líka!)
12. Korn - Follow the Leader (Dídí frænka) (Besti diskur Korn)
13. Quarashi - Guerilla Disco (Gunna & Addó) (Quarashi diskurinn!)
14. Jagúar - Hello Somebody! (Mál & menning) (Jagúar flottir!)

Jæja, ég þakka kærlega fyrir mig og vona svo sannarlega að ég sé ekki að gleyma neinum!
Takk, takk!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?