6. mars 2005

Gott er slæmt

Ég hef komist að því að ekki eru allir góðir hlutir góðir í raun og veru.
Til dæmis: draumar.
Ef maður á vondan draum, þá er maður hreinlega feginn að vakna upp frá honum, nema að hann sé MJÖG slæmur.
Þá er maður í rusli allan daginn.
Það er akkúrat öfugt með góða drauma.
Ef mann dreymir eitthvað frekar gott, til dæmis góðan mat, skemmtilegt partý eða góðan fótboltaleik þá vaknar maður hress og alsæll. En ef það er verulega góður og hamingjusamur draumur þá er maður líka í rusli allan daginn.
Mig dreymdi örugglega besta draum ævi minnar aðfaranótt laugardags og ég er ennþá svekktur! Og það versta er að ég man ekki einu sinni um hvað hann var!
Góðir draumar eru vondir!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?