1. mars 2005

Næturráf

Á hverjum laugardegi vakna ég upp í öðrum heimi.
Myrkum, köldum og hljóðum heimi.
Köld, litlaus, rám rödd býður mig velkominn til starfa.
Ég er sendiboði.

Fætur eru óþarfir.
Það er svifið eftir götunum.

Þar býr ekkert fólk en samt er fullt af húsum.
Ég svíf upp að húsunum og kíki inn um bréfalúgur í leit að lífi.
Ekkert lifir nema myrkrið og skrjáfið í pappírnum.

Eftir hverja árangurlausa leitina á eftir annarri sný ég heim.
Gatan er líklega köld en ég get ekki sagt til um það.
Röddin kveður mig og ég fer heim.

Heim í hlýjan dúninn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?