25. mars 2005

Loksins, loksins!

Loksins er hann kominn heim!
Þrotlaus, löng bið okkar er á enda!
Róbert Fischer er kominn heim!

Fyrir þá í tregari kantinum sem geta engan veginn borið kennsl á kaldhæðni af nokkru tagi, þá var ég að grínast.

Ég hreinlega skil ekki allt þetta umstang í kringum þennan drukkna, ógeðfellda, illa lyktandi (ég álykta svo), bandaríska jólasvein.
Í fyrsta lagi skil ég ekki þessa kæru Bandaríkjamanna.
Ok, hann tefldi skák í Júgóslavíu á meðan viðskiptabanni stóð. Á núna að handtaka alla gaura sem hafa spilað Counter-strike við einhvern annan gaur á Kúbu?
Síðan skil ég ekki hvers vegna í ósköpunum við viljum fá hann heim.
Ok, hann kom Íslandi á kortið með þessu einvígi sínu fyrir 30 árum. Miðað við umsagnir hans um yfirvöld Bandaríkjanna og Japan þá sé ég ekki annað en að hann muni koma okkur á kortið aftur. Þ.e.a.s. kortið sem merkt er "Bomb here".

Og síðan eru fluttir aukafréttatímar vegna komu hans.
"Við rjúfum útsendingu þessa til að færa ykkur þær fregnir að Bobby Fischer er enn á leiðinni."

Gúrkutíð, einhver?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?