20. janúar 2006

Nætursvefn um miðdegisbil

Vegna tiltölulega lítils svefns af völdum góðmennsku í kjölfar danstengds slyss (ha ha) var ég afar þreyttur í allan dag. Svo þreyttur að ég held ég hafi átt svolítið "out of body experience".
Ég leit upp úr þýskuglósunum mínum og sá sjálfan mig sitja ráðvilltan inni í stofunni. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég var í fyrstu en þegar ég var kominn með það á hreint gat ég samt sem áður ekki hreyft mig. Ég vissi ekkert hvað var að gerast í heiminum í svona u.þ.b. 10 sekúndur. Einar óþægilegustu (ó, þroskist!) 10 sekúndur sem ég hef upplifað í áraraðir.
Svefnleysið, sem þó var ekkert svo mikið, hafði einnig fleiri eftirköst. Ég lagði mig er ég kom heim (um 4 leytið) og svaf til rúmlega 7. En í millitíðinni hringdi Erlendur Halldór Durante í mig (kynnti sig fyrir móður minni þó bara sem 'Elli') og spurði hvort ég vildi fara á Morfísviðureign MR og Borgarholtsskóla. Svo virðist sem ég hafi sagt nei, sem var hreinlega ekki það sem ég ætlaði að segja. Ég man m.a.s. eiginlega ekkert eftir því að hafa talað í símann.
Þannig að nú sit ég hér, bloggandi á föstudagskvöldi á meðan ég ætti að vera sitjandi í sal Loftkastalans að njóta vel úthugsaðra rökræðna. En allt kom fyrir ekki.

Óla lokbrá er illa við mig...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?