17. janúar 2006

Fréttadiss

"Fyrir 37 árum var Alan Poster 26 ára og stoltur eigandi nýrrar Corvette bifreiðar. Hann hafði einungis átt bílinn í nokkra mánuði þegar honum var stolið úr bílastæðahúsi í New York. Poster varð nokkuð hissa þegar lögreglan í Carson í Kaliforníu tilkynnti honum að bíllinn væri fundinn. Fréttavefur New York Times greindi frá því að eigandi og bíll væru nú sameinaðir á ný."

Finn ég lykt af Hallmark bíómynd í vændum?

"Bandaríska leikkonan Pamela Anderson hefur skrifað forsvarsmönnum skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken, KFC, í Víetnam bréf þar sem hún kvartar undan kjúklingaeldi og slátrunaraðferðum birgja í Víetnam í nafni dýraverndarsamtakanna PETA. "Kjúklingar, sem eru ætlaðir fyrir KFC eru fóðraðir með efnum til að auka vöxt þeirra á stuttum tíma. Bringurnar verða svo stórar að kjúklingarnir geta ekki lengur staðið í fæturnar,“ skrifaði Anderson í bréfinu."

Er hún rétta manneskjan til þessa verkefnis?

"John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, var ekki ánægður með þá ákvörðun dómarans að reka Arjen Robben af velli í leiknum gegn Sunderland í dag. Robben fékk þá gult spjald fyrir að stökkva yfir auglýsingaskilti og fagna með stuðningsmönnum Chelsea eftir að hafa skorað sigurmarkið, og hafði fengið gula spjaldið áður í leiknum."

Að yfirgefa völlinn án leyfis er - ég endurtek - ER gult spjald! Hættu að væla!

"Sjötíu og sex ára gamall Bandaríkjamaður, Clarence Ray Allen, sem taka á af lífi í Kaliforníu í fyrramálið að íslenskum tíma hefur beðið hæstarétt að hnekkja dauðadómnum á þeirri forsendu að það teljist grimmileg og óvenjuleg refsing að taka af lífi aldraðan og lasburða mann. Allen telst blindur, er næstum því heyrnarlaus og bundinn við hjólastól."

Er ekki grimmilegra að láta hann umgangast nauðgara og morðingja í 10 ár í viðbót? Ég bara spyr...

"Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, segir að leikmenn Arsenal ætli sér að enda í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni í maí."

HAHAHAHAHAHA!


Hana - nú líður mér svolítið eins og Jay Leno...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?