14. ágúst 2006

Þögla hæð 2/2

Það fyrsta sem maður tekur eftir er að myndin er ekkert afskaplega draugaleg, a.m.k. ekkert í líkingu við tölvuleikina.
Ógeðsleg? Já já. Pínulítið truflandi, kannski, en ekki draugaleg.
Kvikmyndagerðarmennirnir hefðu nú getað tekið einhver atriðin úr tölvuleiknum og fært þau yfir í myndina, þar sem leikirnir eru frekar óhugnanlegir. En jæja, hvað getur maður gert?
Það verður þó að segjast að þeir halda nokkuð vel í þema leikjanna, t.d. Fáar sögupersónur, súr söguþráður (samt ekki of súr), töff og pínulítið truflandi tónlist, svalt umhverfi og virðast nota nokkurn veginn sömu skrímsli (i.e. Pýramídahausinn).
Myndin var hins vegar dálítið kjánaleg á köflum ("Look! I'm burning!") og líður fyrir það.

En ég var samt nokkuð sáttur.
Hún höfðar kannski aðeins meira til þeirra sem þekkja til leikjanna en takmarkast ekki bara við þá.
En munið þetta bara: Þetta er ekki draugamynd!
Ef þið viljið óhugnanleika þá mæli ég frekar með því að spila leikina!

Jibbí.

-Einar Múvíkritik.

P.S. Fokk Blogspot.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?