16. ágúst 2006

Gítar er ekki minn tebolli

Onei.
Ef ég ætti slíkan tebolla myndi ég geyma hann uppi í skáp fyrir "hið sérstaka tilfelli" sem er alltaf á næsta leyti, en annars mundi ég aldrei nota hann. Hann væri bara einhvers konar gagnvirkt skraut.
En þar sem litli bróðir minn keypti svoleiðis um daginn (og kann bara orðið ágætlega vel á hann) þá hef ég gert nokkrar tilraunir.
Ástæður þess að ég og gítar mynda ekki gott teymi:
1. Ég er með of stóra fingur fyrir "frettbordið" (ég kann samt gítarlingóið!)
2. Ég meiði mig í fingurgómunum á strengjunum.
3. Ég held að ég haldi vitlaust á honum því mig fer að verkja í úlnliðina eftir smástund.
4. Ég man aldrei hljómana (ég man e moll, a dúr og einhvern sem ég man ekki hvað heitir)

Þar hafiði það!
Ég ætla bara að halda mig við píanóið/hljómborðið, takk fyrir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?