14. ágúst 2006

Þögla hæð

Leikirnir eru betri en myndin.
Ekki spurning.
Myndin er samt ekki eins asnaleg og íslenska þýðingin gefur til kynna.
Fyrir þá sem ekki vita þá fjallar þessi mynd um hjónin Rose og Chris da Silva sem eiga saman dótturina Sharon. Sharon kraftgengur í svefni og talar þá alltaf um bæinn Silent Hill (Hljóðu Þúfu). Rose finnst þetta ekkert sniðugt og hefur enga trú á læknishjálpinni sem Sharon er veitt. Hún fær þá þá góðu hugmynd að fara með Sharon til draugabæsins Silent Hill (Kyrra Hóls) en hann hefur verið yfirgefin síðan neðanjarðarkolabruni grillaði eitthvað af bænum og skildi eftir sig hættulegar eiturgufur.
En allt kemur fyrir ekki, þegar Rose og Sharon koma að Silent Hill lenda þau í árekstri og Rose missir meðvitund. Þegar hún vaknar aftur er Sharon horfin og Rose þarf að kanna hinn yfirgefna bæ Silent Hill (Haltu-kjafti fjall). Þar hittir hún fyrir leðurklædda lögreglukonu, tötrum klædda kerlingu, sértrúarsöfnuð og svalan gæja með pýramídahöfuð, STÓRAN hníf og handleggi á stærð við lágvaxinn mann.
Sem sagt, Helvíti á Jörð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?