22. febrúar 2007

Hver hatar fýluferðir?

Ég!

Ég gerði mér ferð í Kringluna í dag til að kaupa mér ýmislegt smálegt, þ.e. enskubók og Simpsons, en endaði á að kaupa, eins og upphafleg spurning mín gefur til kynna, ekki neitt.
9. þáttaröð af The Simpsons er ekki komin í verslanir, ÞRÁTT FYRIR að BT hafi auglýst hana síðustu helgi og ég fann enga enskbókanna, sem er afar sérstakt þar sem maður myndi halda að Eymundsson ætti til bækur eftir Jane Austen, Ernest Hemingway og William Shakespeare.
Greinilega ekki.
Ég fann bara Gilzenegger.

Bjartast punktur ferðarinnar var án efa 15 ára strákurinn sem var að lýsa einhverjum slagsmálum og kýldi "nýju og rándýru" (að hans eigin sögn) derhúfuna sína af höfðinu á sér fram af svölunum hjá Stjörnutorgi og ofan í innkaupakerru.

Gaman að því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?