6. febrúar 2007

Pepsi max-imum asnalegheit

Ég hef verið að pæla í þessari nýju „Pefsí maks“ auglýsingu með Evu Longoriu...

Allt í lagi, gaurarnir tveir eru fastir úti í rassgati og hafa það skítt.
Ég skil það.
Eva Longoria stoppar fyrir þeim og þeir fíla það.
Ég skil það líka.
Næst verður bíllinn bensínlaus og gaurarnir verða úbervongóðir, því eins og allir vita er fátt meira turn-on fyrir konur en að sitja fastar úti í eyðimörk í blæjubíl með tveimur puttaferðalöngum.
Það er langsótt en ég fatta hugsunina.

Þegar hér er komið sögu fer minn skilningur dvínandi.

Af hverju finnst gaurunum það svona æðislegt þegar Eva Longoria segir: „Let's get you out of those wet clothes!“?
Af hverju eru þeir svona hrifnir af því að ÞEIR eigi að fara úr fötunum?
Af hverju þurfa þeir þá Evu Longoriu?

...é eggi fadda...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?