1. febrúar 2007

Skemmtilegur leikur

Ég rakst á líka svona ansi skemmtilegan tónlistar-/internetleik á einhverri vefsíðu (man ekki alveg hvar).
Hann gengur svona fyrir sig:

1. Kveiktu á iTunes, Winamp eða hvað sem þú notar og stilltu á shuffle.

2. Hlustaðu á fimm lög í röð og taktu fyrsta orðið úr fyrsta lagaheitinu, annað orðið úr öðru lagaheitinu o.s.frv. (ef orðafjöldinn í lagaheitinu er ekki nægur, þá telur þú orðin í hring, þ.e.a.s. fjórða orðið í þriggja orða lagi er fyrsta orðið). Að sjálfsögðu þurfa orðin í laginu að vera til (þarf ekki endilega að vera á ensku, en það hentar betur fyrir næstu skref í leiknum).

3. Takið þessi fimm orð og farið inn á www.youtube.com. Þar skuluð þið leita að þessum orðum, helst öllum fimm í einu, þ.e.a.s innan gæsalappa. Það gæti tekið nokkrar tilraunir að fá e-r niðurstöður og ef þið fáið alls engar með orðunum innan gæsalappa þá skuluð þið sleppa þeim. Ef ekkert fæst ennþá, þá endurtakið þið skref 2.

4. Af þeim niðurstöðum sem þið fáið, þá veljið þið það myndband sem hefur það númer í röðinni og fjöldi stafa í nafninu ykkar segir til um.

5. Þar takið þið fyrsta staf þess sem upphlóð (Öpplódaði) myndbandinu og skrifið hann hjá ykkur

6. Endurtakið skref 6 og 7 fjórum sinnum í viðbót nema takið annan stafinn í nafni annars "myndbandsupphlaðara" o.s.frv. (líkt og í skrefi 2).

7. Því næst (róleg, þetta er að klárast) takið þið þessa fimm stafi og leitið að þeim í iTunes (eða hvað sem er) og hlustið á efsta lagið í niðurstöðunum.

8. Að lokum farið þið hingað og segið mér hve langt þið voruð komin þegar þið komust að því að ég er bara að "fokka" í ykkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?