5. júlí 2007

Evan-gelísk vonbrigði

Ég var kannski ekkert búinn að búa mig undir neitt meistaraverk en ég átti nú von á því að geta hlegið duglega að mynd sem inniheldur Steve Carell, Morgan Freeman, John Goodman og Wöndu Sykes.

"Duglega" voru allt of háar væntingar.

Auðvitað voru sniðugir brandarar í þessu og að sjálfsögðu er alltaf hægt að hlæja að Steve Carell öskrandi af hræðslu. En það endist manni bara í ákveðinn tíma. Húmorinn var miklu fjölskylduvænni en ég átti von á (t.d. má nefna 5 mínútna langa atriðið sem sýnir Steve Carell meiða sig á margvíslegan hátt við smíðar) og eftir hlé (sem ég er ennþá ósáttur við, btw) vék húmorinn fyrir kjánalega augljósri leið til að benda á hinn kristna boðskap myndarinnar. Það er ekki laust við það að maður hafi fengið smá kjánahroll oftar en sex (ca.) sinnum.

Þetta er kannski ekkert svo slæm mynd, ef þú ferð á hana í von um að sjá fyndna fjölskyldumynd með fullt, fullt, fullt af dýrum. En ef þú ert að leita að "frábærri gamanmynd", þá myndi ég bara geyma peninginn og leigja mér Clerks 2 á DVD í staðinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?