19. júlí 2007

Vikan í 17 orðum á dag

Sunnudagur:
Vaknaði seint, þreyttur, eftir grillið hjá Oddi. Fór í tívolíið og í gott bíó með góðu fólki.

Mánudagur:
Fékk mígrenikast þannig að ég sleppti vinnu. Fór á fótboltaæfingu og hitti seinna sama ofangreinda góða fólk.

Þriðjudagur:
Rólegur vinnudagur. Fór á fótboltaæfingu og meiddi mig í tánni. Bauð góðu fólki í grill og gaman.

Miðvikudagur:
Gerðum *ekkert* í vinnunni. Fékk RayBan sólgleraugun mín úr viðgerð og samdi góða byrjun á nýju lagi.

Fimmtudagur:
Blotnaði í vinnunni. Var mjög illt í tánni en fór samt á fótboltaæfingu. Skrifaði frekar súra bloggfærslu.

Af hverju 17 orð á dag?
...af hverju ekki?

1 ummæli:

  1. af hverju ekki 19 orð..það er meira kúl....

    SvaraEyða

Hvað liggur þér á hjarta?