10. júlí 2007

Hroki og fáviska

Fólk er fífl.

Þetta er frasi sem ég haft mikla trú á síðustu ár og þá *sérstaklega* í sambandi við internetheiminn. Að sjálfsögðu er þetta ekkert algild regla, því eins og með flestar aðrar reglur (ef ekki allar) eru undantekningar.
Ástæða þess að ég minnist á þetta núna er sú að ég var aðeins í sakleysi mínu að fletta í gegnum www.imdb.com og skoða ýmsar myndir sem og umsagnir um nokkrar þeirra. Það er alveg sama hve góðar myndirnar þykja, það eru alltaf slatti af einstaklingum sem eru mættir til að drulla yfir hlutina.
En ekki misskilja mig. Allir hafa rétt á sínum skoðunum og allt það dæmi. Ef einhver er ekki hrifin af einhverju, þá má sá hinn sami alveg láta það í ljós. Ég veit að ég hef gert það og ég mun halda áfram að gera það (t.d. núna : Mér finnst Dark Side of the Moon með Pink Floyd leiðinlegur). En það er þegar fólk drullar yfir skoðanir annarra og heldur því fram að sínar skoðanir séu þeim æðri sem mér finnst komið nóg.

Ég var sem sagt að lesa umsagnir frá ýmsu fólki um hinar ýmsu myndir, þá sér í lagi Garden State og Oldboy.
Eins og alkunnugt er er Garden State ein af mínum uppáhaldsmyndum og hún hafði einhver áhrif á mig sem engin mynd hefur áður gert. Mér fannst hún bara eitthvað svo hjartnæm og sæt að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Þess vegna fer það mjög illa í mig þegar einhver Gummi fyrir vestan segir: "I just want to reiterate how bad this movie is. If you like this movie, then you just haven't seen many movies. This is a cliché, self indulgent, angst ridden high school teen movie.".
Þetta er það sem ég þoli ekki við "fólk" (munið : undantekningar).
Hvaða rétt hefur þessi manneskja til að fullyrða eitthvað svona um kvikmyndasmekk minn (og greinilega marga annarra - Garden State er með 8,0 í einkunn)?
Sömu sögu er að segja af Oldboy. Þarna er mynd sem vakti áhuga minn á erlendum myndum og opnaði fyrir mér nýjar dyr inn í nýjan kvikmyndaheim. Og aftur fer það í mig þegar einhver Sigga fyrir austan segir : "I realized too late that all of the positive reviews are posted by teenage boys. Grow up, boys. Grow up. Go out and see the world."
Ég kýs að telja mig vera nokkuð þroskaðan einstakling og þess vegna verð ég hreinlega pirraður út í slíkar yfirlýsingar.

Kannski eru margir ósammála mér og finnst ég vera að taka þessu of persónulega.
Það er líka bara allt í lagi. Fólki má alveg finnast það. En strax og það fer að gera lítið úr mínum skoðunum þá fæ ég nóg.

Smekkur fólks og skoðanir er ekki rökræðuhæft efni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?