19. september 2007

Daglegt líf

Er til verri byrjun á skóladegi en að...
...mæta of seint,
...fatta að maður gleymdi mikilvægum bókum,
...vera rekinn út úr tíma fyrir smámuni,
...gleyma því að maður átti að flytja fyrirlestur þennan dag,
...sparka fast í þröskuld á leið í hádegishlé,
...vera að lokum hafnað af stelpunni sem maður er hrifinn af?

Ég held ekki.
Þess vegna er ég helvíti feginn því að minn dagur var ekki svona.

Mig langaði bara að koma því á framfæri.

P.S. Á meðan ég man - hrós dagsins fær Baldvin Kári Sveinbjörnsson fyrir framúrskarandi leik í Veðramótum :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?