10. maí 2005

Titlakaup

Lengi vel var talað illa um Manchester United sem stórveldi peninga og þar af leiðandi spillingar og svindls!
Ósjaldan hafa tapsárir aðdáendur annarra liða kvartað undan ímynduðum mútum og sagt: "Ef við ættum svona fo**ing mikinn pening..." og tala þar að sjálfsögðu um lið sitt.
Ástæðan fyrir þessari umræðu minni er Chelsea.
Chelsea er greinilegasta merki peninganotkunnar í knattspyrnusögunni. Ekkert lið hefur eitt jafnmiklum pening í leikmannakaup á jafnstuttum tíma. Til dæmis má nefna að af aðalleikmannahópi Chelsea, sem samanstendur af 24 leikmönnum eru aðeins 5 sem hafa leikið með liðinu í meira en 2 ár, og þar af aðeins 2 sem hafa leikið í meira en 5 ár (Terry-'98 og Cudicini-'99).
Þetta finnst mér hálfgerð óvirðing við Chelsea liðið eins og það leggur sig! Hver man ekki eftir snillingum eins og Gianfranco Zola, Gianluca Vialli og Ruud Gulllit sem prýddu liðið í allmörg ár.
Svo ekki sé minnst á önnur lið.
Lítum á Manchester United. Ryan Giggs hefur spilað með liðinu frá blautu barnsbeini og það sama á við um menn eins og Paul Scholes, Neville-bræður og Roy Keane.
Enginn efast um það að liðið hefði aldrei unnið titilinn í ár án aðstoðar þessara nýju leikmanna.
Það mætti jafnvel líta svo á að Chelsea hafi keypt sér titilinn í ár!

Já, Chelsea vann Manchester og já, ég er sár.
En ef þið hugsið virkilega út í málið, þjá sjáið þið glögglega að þetta er ekki bara uppspuni og ímyndun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?