17. maí 2005

Týndur í alfræðinni

Ég stend á hæðinni og horfi á skýin í suðri.
Allar áttir stefna niður á við.
Sjóndeildarhringurinn er endalaus.
Hinn grimmi daunn fáfræði leggur að vitum mínum. Hann stígur upp úr mýrinni;
mýri fávisku og vanskilnings.
Hinum megin bíður áhyggjuleysið, vafið hálmstráum og hundasúrum.

Ég geng yfir mýrina og blotna í fæturna.
Ég missi annan skóinn en held ótrauður áfram.
Ég verð að komast burt.
Burt úr ólyktinni.
Burt úr áhyggjunum.
Burt úr fangelsi hins ritaða orðs.

Ég hnýt um fallinn félaga.
Hann missti trúna.

Ég stend aftur upp og hleyp af stað.
Ég er blautur upp að hnjám en það aftrar mér ekki.
Ilmur sóleyjanna og bláklukknanna heltekur hug minn.

Ég er svo nálægt.
Svo nálægt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?