7. október 2006

Þankagangur neytanda

„Dömmdídömm, þá er maður kominn niður í Tónastöð. Gaman að því. Verst að þessi bíll þarna er asnalega skakkur í stæðinu. Ég hefði getað lagt við hliðina á honum. Ojæja, þarna er annað stæði. Nú eru tveir bílar asnalega skakkir í stæðum sínum.
Jæja, hvaða græju var pabbi að tala um í gær? Aha - þetta hlýtur að vera hún... „MidiSport 2X4“, það hljómar rétt. Þá er bara málið að fara á kassann og borga.
Þá getum við nýja varan farið heim.“

*Í virðingarskyni við lesendur verður hér stokkið yfir hugsanirnar næstu mínútur í lífi mínu. Þær einkenndust hvort sem er mest megnis af fúkyrðum út í breskt nútímarokk og lofsyrðum um ís.*

„Fátt betra en að koma heim eftir skóla á föstudegi. LANGT í næsta skóladag. Noh! Mamma og Baldvin að horfa á Big! Best að horfa á smá með þeim.“

*Aftur verður hoppað yfir nokkrar óspennandi mínútur.*

„Jæja - komum þessari blessuðu græju í gagnið! Opnum þennan stóra kassa - dömmdídömm. Kjánalegt að hafa svona litla græju í svona stórum kassa. Smá overkill ef einhver spyr mig. Hér er svo hugbúnaðargeisladiskurinn. Best að skella honum inn í tölvuna og innstalla drævernum.
Hmmm...bíddu nú aðeins hægur...
...WTF?!“

*Hugsanir mínar verða afar óreiðukenndar eftir þetta þannig að ég skal bara segja ykkur þetta beint:
Það vantaði allan hugbúnað á diskinn.
Ég keypti dýrum dómum græju og geisladisk sem innihélt ekki neitt. Afar sérstakt ef einhver spyr mig.*

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?