4. október 2006

Í spilaranum

Frumlegt bloggefni, ég veit.

Síðustu daga hef ég verið að hlusta rugl mikið á Mr. Bungle; hljómsveit sem spilar allt, eða því sem næst. T.d. í þessu lagi sem ég er að hlusta akkúrat núna ("The Air Conditioned Nightmare") er smá suðrænn fílingur til að byrja með, svo smá popp-röddunarkafli, svo smá Alternative Rockabilly dæmi eitthað, venjulegt hart rokk (samt með pínu fönk-keim). Því næst er smá gamaldags svíng í bland við nútímapopp. Og að lokum til baka í einhvers konar blöndu af öllu. Það skemmtilega er þó að maður tekur ekkert sérstaklega eftir öllum þessum stílbreytingum. Mjög smúúúð.

Hef líka verið að hlusta mikið á diskinn Peeping Tom. Þar er Mike Patton á ferð (söngvari Faith No More, Fantômas, Mr. Bungle og margra annarra) með ýmsum tónlistarmönnum í einhvers konar elektróníkupopprokki (mestmegnis rokki, þó). Eini geisladiskurinn sem ég veit um þar sem maður heyrir Noruh Jones segja "mother fu**er".

Að sjálfsögðu hef ég líka verið að hlusta á Tool. Þeir eru ennþá bestir.

Svo má líka minnast á Genesis, Breaking Benjamin, Fantômas (en þó í hófi - of mikið af Fantômas skemmir eitthvað), ýmislegt af MacJams.com og Journey! Ú, já - og Þursaflokkinn.

Þá er það komið.
Veió veió.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?