13. október 2006

Árshátíðarpartýstuð

Ein búin, ein eftir.
Ef sú seinni verður jafnskemmtileg og sú fyrri - þá er ég geim! Ég færi reyndar hvort sem er upp á prinsippið en alvöru skemmtun er náttúrulega ágætis hvatning.

Fjörið byrjaði sem sagt heima hjá Kristínu, bekkjarsystur minni, um hádegi í gær. Þar hittist bekkurinn í hádegiskaffi með öllu tilheyrandi, s.s. ávaxtasafa, brauði, geitungum og bakkelsi. Breskur húmor sveif þar yfir stofunni og MR-ískur húmor yfir eldhúsinu. Ekki þarf að taka fram hvor staðurinn var vinsælli.

Svo var tekið hlé á hátíðarhöldum klukkan hálf þrjú og fóru allir til síns heima eða því sem næst. Sjálfur fór ég í bæinn með móður minni og valdi mér gleraugu (FYI - ég er geðveikt töff með gleraugu) og keypti svo 'nesti' og nýja skó.

Ég sleppti reyndar árshátíðarmatnum fyrir fótboltaæfingu (Ég biðst afsökunar á öllum þeim sem vildu sjá mig þar (ég geri ráð fyrir að það séu flestir, ekki satt?)). Eftir á að hyggja hljómar betur að horfa á árshátíðarmynd Skólafélagsins, hlusta á rúmensku prinsessuna syngja og snæða góðan mat með góðum vinum en að hlaupa tvo stóra "iðnaðarhringi" og taka slattan allan af armbeygjum og kviðæfingum. En hvað um það...

Ég mætti svo í fyrirpartý, þreyttur og hress (mætti reyndar mjög seint - en stuðið var alls ekki búið) og var þar mjög margt um manninn. Og flest allir með hávaða á við tvisvar sinnum fleiri. Þaðan var svo haldið niður á Breiðvang með leigðum strætó.
Um þá reynslu tjái ég mig með einu orði - "jibbí".

Þannig var nú það.
Eruð þið ekki glöð að ég ákvað að deila þessu með ykkur?

P.S. Allir þeir sem lesa þetta sem voru á balli/í partýi: Takk fyrir síðast!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?