15. október 2006

To-Do listar:

Mánudagur: Lesa í Njálu og To Kill a Mockingbird.
(Æhj, geri það í hausthléinu.)

Þriðjudagur: Lesa í Njálu og To Kill a Mockingbird og gera eitthvað í vinnubókinni í eðlisfræði.
(Meen - geri það bara í hausthléinu.)

Miðvikudagur: Lesa í Njálu og To Kill a Mockingbird og gera eitthvað í vinnubókinni í eðlisfræði og byrja á efnfræðiskýrslunni.
(Ohhh, ég lofa að vera duglegur í hausthléinu!)

Fimmtudagur: Öll ofangreind verkefni.
(Uss! Maður lærir ekki á árshátíðardaginn! Geri það í hausthléinu sjálfu.)

Föstudagur: Öll ofangreind verkefni.
(Æi, ég ætla að njóta hausthlésins í dag. Geri það um helgina.)

Laugardagur: Öll ofangreind verkefni.
(Maður lærir ekki á laugardögum - það er líka svo mikill fótbolti í sjónvarpinu í dag! Geri það á morgun, lofa því!)

Sunnudagur: Öll ofangreind verkefni.
(Oh, sjiiiiiiitt...)


Ef þið hafið ekki lent í þessu - þá eruð þið að ljúga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?