8. janúar 2007

Fréttnæmt

„Skallagrímur og Álftanes gerðu 3-3 jafntefli á Framvelli í fyrrakvöld. Álftnesingar voru sterkari framan af og fengu fjölda færa sem ekki nýttust áður en Magnús Einar Magnússon kom þeim 1-0 yfir. Skallagrímsmenn jöfnuðu metin um 5 mínútum síðar þegar markvörður Álftnesinga sparkaði boltanum í eigið mark eftir misheppnað skot Guðmundar Björns Þorbjörnssonar. Staðan var 1-1 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Kjartan Kjartansson fyrir Álftnesinga áður en Borgnesingar jöfnuðu aftur þegar að Hörður Jens Guðmundsson skoraði. Guðbjörn Alexander Sæmundsson skoraði þriðja mark Álftnesinga áður en Valdimar K. Sigurðsson jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu. Bæði lið fengu ágætis færi til að skora sigurmarkið en það tókst ekki og því fór leikurinn 3-3.“.

Tekið af fótbolta punkti neti.

Hve töff? (þ.e.a.s. greinin, ekki úrslitin (sem áttu svo að detta okkar megin...))

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?