1. janúar 2007

Uppgjör (2/3)

13. The Da Vinci Code.
Bókin miklu skemmtilegri en myndin ágæt og hárið á Tom Hanks fór barasta ekkert í taugarnar á mér.

14. 16 Blocks.
Betri en ég átti von á. Ekkert verið að fela þá staðreynd að Bruce Willis er orðinn gamall og Mos Def skemmtilega pirrandi.

15. Over the Hedge.
Mér fannst þessi stórskemmtileg! Miklu fyndnari en ég átti von á en Garry Shandling fannst mér hreinlega lélegur (hann lék skjaldbökuna).

16. Pirates of the Caribbean.
Pínu vonbrigði en samt þrælskemmtileg. Kannski helsti gallinn að hún hefur svolítið orðið fyrir barðinu á of miklum tæknibrellum og of mikilli tölvuteiknun. Johnny Depp er samt fyndinn.

17. Cars.
Ekkert síðri en fyrri Pixar myndir!

18. The Sentinel.
Eitt stórt 'meh'. Michael Douglas fínn eins og alltaf en plottið var ekkert merkilegt.

19. Prairie Home Companion.
Svolítið spes en stórskemmtileg. Æðisleg tónlist og ferlega góðir leikarar.

20. Silent Hill.
Hún olli mér smá vonbriðgum þar sem hún var ekki næstum því jafn óhugnanleg og samnefndir tölvuleikir. En fín var hún samt og ég var mjög hrifinn af endanum á henni (vil ekki segja of mikið).

21. Lady in the Water.
Mér fannst hún bara helvíti fín. Öðruvísi en fyrri myndir Shyamalans en skemmtileg samt sem áður. Paul Giamatti var ferlega flottur og tónlistin hitti beint í mark hjá mér.

22. Snakes on a Plane.
Þetta var sérstök mynd. Hún var óttalegt drasl en það var eins og allir hafi vitað það og hafi þess vegna gert í því. Ef hún var asnaleg af ásettu ráði, þá var hún sniðug og fyndin, ef ekki þá var hún bara fyndið rusl.

23. United 93.
Byrjaði meira eins og heimildarmynd en sótti svo í sig veðrið og varð að lokum ein magnaðasta bíóreynsla sem ég hef upplifað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?