1. janúar 2007

Uppgjör (3/3)

24. Clerks II..
Oh, þessi var yndisleg. Langt síðan ég hef hlegið svona ógeðslega mikið í bíó. Með betri gamanmyndum sem ég hef nokkurn tímann séð.

25. Nacho Libre.
Ekki jafn fyndin og Clerks II en Nacho hefur það fram yfir hana að Jack Black leikur í þessari. Góð skemmtun.

26. Crank.
Hasarmynd í fyllstu merkingu orðsins. Stanslaus spenna frá 4. mínútu og það var bara ágætis spenna.

27. Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby.
Afskaplega heimskuleg (enda Will Ferrell mynd) en bara nokkuð fyndin. Ekki næstum því jafngóð og Anchorman, samt.

28. The Guardian.
Nokkuð klisjukennd - sérstaklega undir lokin - en ágætis mynd samt sem áður.

29. The Departed.
Þrælgóð mynd. Stútfull af góðum leikurum og m.a.s. Mark Wahlberg var fínn! Mjög töff!

30. Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan.
Eins og hún er röng og fordómafull þá er hún samt ógeðslega fyndin!

31. Casino Royale.
Besta Bond mynd sem ég hef séð og hugsanlega ein besta spennumynd sem ég hef séð í þónokkurn tíma!

32. A Scanner Darkly.
Lítur mjög vel út og ágætis plott. Flottir leikarar í þokkabót.

33. Saw III.
Óttalegt klúður miðað við fyrstu myndina. Þetta er annað dæmi um mynd sem er ógeðsleg bara til þess að vera ógeðsleg. Ekki merkileg kvikmynd.

34. Tenacious D in the Pick of Destiny.
Ef þið fílið Tenacious D, þá fílið þið þessa mynd - en annars finnst ykkur hún eflaust heimskuleg og bara óttalegt kjaftæði, sem hún er. En mér fannst hún samt ferlega fyndin.

Þar hafið þið það!
Gleðilegt nýtt ár!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?