5. apríl 2010

Breytingar til hins betra

Hér sit ég við skrifborðið mitt með algjörlega nýja sýn á lífið og tilveruna.
Og með orðunum "lífið og tilveruna" meina ég "herbergið mitt".

Því eftir aðgerðir síðustu viku - sem innihéldu kúbein, hávaða, parket, vélsög, nokkra lítra af málningu, brotna nagla, gólflista, svita, blóð, verðskuldaðan bjór og kannski örfá tár - er herbergið mitt nú brúnt í grunninn, grænt í miðið, hvítt í toppinn og speglað um y=x (ég hef greinilega engu gleymt!).

Það er greinilegt að þessi viðsnúningur á vinnurýminu mínu hefur jákvæð áhrif, a.m.k. svona til að byrja með, því það tók mig ekki nema 2 sólarhringa að ljúka við nýtt lag:


Eye of the Storm

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?