31. desember 2006

Uppgjör (1/3)

Árið er að klárast og annálar ýmiss konar og uppgjör spretta upp hér og þar eins og jákvæð hliðstæða illgresis.
Ég ætla ekkert að skorast undan þessu og ætla því að skella upp lista og stuttri umsögn um þær kvikmyndir sem ég hef séð í bíó þetta árið.
Og hefst nú lestur.

1. Chronicles of Narnia.
Bókin er miklu betri en myndin ágætis fjölskylduskemmtun.

2. Brothers Grimm.
Úff, maður. Terry Gilliam olli mér miklum vonbrigðum með þessari. Hún var ágætlega flott og jafnvel pínulítið sniðug á köflum en hún var bara svo assgoti leiðinleg.

3. Hostel.
Brútal og blóðug. Aðallega brútal. Meira brútal en hún var góð, en svo sem ágæt samt.

4. Jarhead.
Mér fannst þessi góð. Jake Gyllenhaal, Jaime Foxx og Peter Sarsgaard standa sig allir með prýði.

5. Fun with Dick & Jane.
Jim Carrey eiginlega alltaf fyndinn en myndirnar hans hafa flestar verið betri.

6. Brokeback Mountain.
Afskaplega falleg og vel leikin mynd.

7. Munich.
Byrjaði nokkuð vel en varð alltaf leiðinlegri og langdregnari eftir því sem á leið.

8. Final Destination III.
Drasl. Fyndið drasl en drasl samt sem áður.

9. V for Vendetta.
Æðisleg. Wachowski bræðurnir björguðu sér algjörlega eftir Matrix draslið (II og III, þ.e.a.s.). Natalie Portman góð og Hugo Weaving er megasvalur!

10. Lucky Number Slevin.
Þessi var líka stórgóð. Flott plott og ferlega góður leikarahópur sem stóð sig allur glæsilega.

11. Ice Age II.
Ekki eins góð og fyrri myndin en skemmtileg þó.

12. The Hills Have Eyes.
Myndaði ágætis jafnvægi milli spennu og ógeðs. Var sem sagt ekki bara ógeðsleg til að vera ógeðsleg eins og Hostel. Ágætis spennu-/hryllingsmynd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?