27. desember 2006

Takk fyrir mig!

Ég vil byrja á því að óska öllum gleðilegrar hátíðar (kveðjan kemur kannski örlítið seint, en betra er seint en aldrei) og gleðilegs nýs árs!
Næst vil ég skella upp jólagjafalista líkt og undanfarin 2 jól (Gjafirnar eru ekki flokkaðar í neinni ákveðinni röð).

1. Samsung SGH-X650 farsími - Mamma & pabbi
Kreisí lítill, nettur og kúl.

2. Gears of War f. Xbox 360 - Baldvin.
Flottasti leikur sem ég hef séð.

3. Axis & Allies D-Day (spil) - Sveinbjörn & Halldóra.
Fékk þetta með litla bróður mínum. Töff nördaspil.

4. Indjáninn e. Jón Gnarr - Sveinbjörn & Halldóra.
Byrjaður á henni og só far só gúd.

5. Flauelsjakki - Amma og afi.
Valdi hann sjálfur og er hæstánægður með valið.

6. Gjafakort Kringlunnar - Afi Baldvin & Dóra.
Algjörlega frjálsar hendur!

7. Meistarinn (spil) - Miðskógagengið.
Spurningaspil virka alltaf.

8. Nammi og jólakúla - Dísa frænka.
Stílað á fjölskylduna. Mjög kúl.

9. Eldspýtustokkur - Eyjabakkagengið.
Einnig stílað á fjölskylduna. Sænsk hönnun með mörgæsum. Tvöfaldur sigur.

10. Hrafnaspark (CD) - Gunna frænka & Addó.
Eflaust prýðileg gítartónlist.

11. Sængurver - Sörlaskjólsgengið.
Það er röndótt.

12. Konfektkassi frá Nóa Siríus - Sibbi kirkjuvörður.
Það var rétt hjá þér, Klemenz. Sibbi er krútt.

13. Jóladiskurinn 2006 (CD) - Verslunin Next.
Fylgdi með jakkanum.

14. Jólasveinahúfa - Klemenz.
Og dönsk í þokkabót.

15. Hanskar - Dídí frænka.
Voðalega hlýir.

Ég held ég sé ekki að gleyma neinum... vonandi ekki.
En nú kemur þökkin:
Takk fyrir mig!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?