20. desember 2006

Úff

Próf búin (veió), vinna byrjuð (...veió?) og jólin alveg að koma (úberveió).
Ég er sem sagt orðinn starfsmaður Pennans í Kringlunni og ef þið stefnið á að kaupa ritföng og/eða bækur í jólagjafir, þá endilega farið eitthvert annað þar sem það er alveg nóg af fólki í búðinni á hverju augnabliki.
Nei, nei - þið megið alveg koma, en leggið þessar staðreyndir á minnið áður en þið komið:
Nr. 1: Barnabókin Drekafræði er uppseld ALLS STAÐAR (ekkert djók)!
Nr. 2: Já, við seljum límband.
Nr. 3: Ef þið eruð að leita að mjög sjaldséðri og/eða mjög sérhæfðri bók þá er hún örugglega ekki til hjá okkur - tékkið frekar á Eymundssyni (við hliðina á Bónus) í Kringlunni.
Leggið þetta á minnið því þetta virðist vera að vefjast fyrir fólki.

En næstu daga/vikur mun ég hafa eftirfarandi lið í bloggfærslunum:
„Selebritísætings“:
•Gunnar Helgason
•Gunnar Hansson (e.þ.s. Frímann Gunnarsson)
•Barði úr Bang Gang
•Ómar „fugladans“ Ragnarsson
•(Ég sá líka Magna fyrir utan búðina, en það gildir kannski ekki alveg)

Jólin nálgast, jafnt og þétt.
"Jiii, nú magnast spennan!"
Kauptu vel og kauptu rétt
og komdu beint í Pennann!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?