14. desember 2006

Skítur í viftunni... (2)

4. Chris Cornell (Audioslave).
Það sem ég hef heyrt með Chris Cornell byrjar nokkurn veginn og endar með You Know My Name (nýja Bond-lagið) en það finnst mér töff. Hann mætti vera djúpraddaðri (bara aðeins) en annars hef ég ekkert um hann að segja (Samt betri en Plant!).

5. Bon Scott (AC/DC).
Annar "vælari". Allt í lagi að hlusta á hann í kannski 2-3 lög í röð en svo viill maður eitthvað annað. Ekki sá 5. besti fyrir fimmaur.

6. Freddie Mercury (Queen).
Hér erum við komnir með mann sem kann að syngja. Sá besti þessara sem ég minntist á hér að ofan.

7. Bruce Dickinson (Iron Maiden).
Enn einn vælarinn. Fínn kraftur en maður verður þreyttur og pirraður eftir 2-3 lög.

8. Ozzy Osbourne (Black Sabbath).
Miklu áhugverðari manneskja en söngvari.

9. Paul Rodgers (Bad Company).
Lítið heyrt, en það sem ég hef heyrt er ansi gott. Kröftug og nokkuð töff rödd.

10. Ronnie James Dio (Dio).
Þekki verk hans svo gott sem ekkert en það litla sem ég hef heyrt þá finnst mér hann ekki ólíkur Bon Scott, Bruce Dickinson og Robert Plant nema ögn djúpraddaðri. Vælari, samt sem áður og hef þið hafið ekki tekið eftir kerfinu þá líkar mér ekkert allt of vel við vælara. Nema kannski söngvara Steelheart. Hann vælir þó hátt!

11. Axl Rose (Guns N'Roses).
Fáir söngvarar fara jafnmikið í taugarnar á mér. 'Nuff said.

12. Sammy Hagar (Van Halen).
Veit ekkert um hann.

13. Geddy Lee (Rush).
Þekki hann ekki baun heldur

14. Geoff Tate (Queenrÿche).
Það sama á við um þennan.

*Framhald síðar*

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?