17. desember 2006

Skítur í viftunni... (3)

15. Mick Jagger (The Rolling Stones).
Örugglega einn asnalegasti söngvari dagsins í dag og ég fíla hann ekki vitund.
(Mick Jagger hefur verið fjórgiftur - 3 eiginkvennanna týndust í munninum á honum.)

16. Jonathan Davis (Korn).
Komm on! Jonathan Davis á jafnmikið heima á þessum lista og heima hjá mér.

17. Roger Daltrey (The Who).
Ég hef ekkert slæmt um hann að segja. Ég hef ekki heyrt mikið í The Who en þemað fyrir CSI (Grissom þættina) er töff.

18. Paul Stanley (Kiss).
Tjái mig ekkert um hann.

19. David Lee Roth (Van Halen)
Af því litla sem ég hef heyrt (Jump) þá er hann með fína rödd en er ekkert allt of tónviss (kannski meðvituð ákvörðun, en þá er hann vitlaus í stað þess að vera lélegur).

20. Kurt Cobain (Nirvana.
Töff, gróf rödd en ekkert merkilegur "söngvari" per se. Virkar fyrir Nirvana en eflaust ekki mikið fyrir utan það.

Ég vil taka það fram að ég þekki ekki mikið til sumra af þessum og jafnvel ekkert um nokkra þeirra.
En ég hef nokkrar spurningar.
Hvar er Mike Patton (Faith no More, Mr. Bungle, Fantômas, Peeping Tom)?
Hvar er Maynard James Keenan (Tool, A Perfect Circle)?
Hvar er Brandon Boyd (Incubus)?
Hvar er Dave Grohl (Foo Fighters)?
Og hvar er Elvis?!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?