13. desember 2006

Skítur í viftunni...

Það er löngu kominn tími á almennilegt skítkast, leiðindi og vangaveltur á þetta blogg mitt.
Ekki myndi skemma fyrir að vekja upp kommenta- og/eða rifrildislöngun hjá lesendum.

Um daginn, er ég las minn daglega skammt af Pondusi í Fréttablaðinu (sem var ekkert allt of merkilegur, btw), rak ég augun í fyrirsögn á mótlægri blaðsíðu: "Plant besti rokksöngvari allra tíma." Þetta er sem sagt grein um niðurstöður könnunar á því hver væri að mati almennings besti rokksöngvari allra tíma.
Ég er ekki alveg sammála þeim lista.
Og hefst nú (reiði)lestur!

1. Robert Plant (Led Zeppelin).
Eitt stórt NEI. Allt í lagi, hann var í góðri hljómsveit (meðalgóðri a.m.k.) og Stairway to Heaven er geðveikt flott lag, en Robert Plant er ekki æðislegur söngvari. Hann heldur lagi, jú, og gerir það ágætlega - en það gera flestir atvinnusöngvarar hvort sem er. Það sem greinir Robert Plant frá mörgum öðrum söngvurum er að hann er með öðruvísi rödd. En hana hefur Leoncie líka!

2. Rob Halford (Judas Priest).
Ég get ekki mikið sagt um þennan mann, þar sem ég hef eiginlega ekki hlustað mikið á Judas Priest (mikið = neitt). En það litla sem ég hef heyrt gefur strax ástæðu til að skipta út Plant. Halford hefur ágæta rödd og kann að nota hana. Plant aftur á móti vælir meira og treður hljóðunum út með offorsi - ekki gott.

3. Steven Tyler (Aerosmith).
Við þennan söngvara líkar mér ekki. Burtséð frá því að maðurinn lítur út eins og rifinn strigapoki, þá finnst mér hann ekki með merkilega rödd og ég hata litlu ískurkrúsídúllurnar í lok línanna hjá honum. Michael Jackson gat "púllað" það, ekki Steven Tyler.

*Framhald síðar*

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?